Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Drakk fimm staup af sambuca fyrir aksturinn
Mánudagur 18. mars 2013 kl. 20:00

Drakk fimm staup af sambuca fyrir aksturinn


Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn um helgina vegna gruns um að þeir væru ölvaðir við aksturinn. Annar þeirra ók eftir Garðsvegi  þegar lögregla veitti honum athygli. Hann jók heldur hraðann þegar hann varð þess var, en lét svo segjast og stöðvaði bifreiðina. Hann var handtekinn vegna ölvunaraksturs.

Hinn var stöðvaður að Vogavegi, eftir að lögregla hafði veitt óeðlilegu ökulagi hans eftirtekt. Hann var sýnilega ölvaður og af honum dúndrandi áfengislykt. Hann sagðist hafa drukkið um fimm staup af sambuca áður en hann hóf aksturinn og viðurkenndi að hafa fundið til áfengisáhrifa á ferðalagi sínu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024