Dragnótaráðstefna í Reykjanesbæ

Einar Guðfinnson, sjávarútvegsráðherra, setti í morgun alþjóðlega ráðstefnu dragnótaveiðimanna sem fram fer í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Góð þátttaka er á ráðstefnunni sem stendur yfir í tvo daga. Þátttakendur eru frá löndum sem liggja að Norður-Atlandshafinu en tveir þeirra koma reyndar alla leið frá Namibíu.
Á ráðstefnunni eru fluttir margir fróðlegir fyrirlestrar um dragnótaveiðar og ýmislegt tengt þeim, s.s. um veiðarfæri, vinnslu, veiðiaðferðir og fleira.
Síðdegis í dag býður Reykjanesbær ráðstefnugestum til samsætis í Duushúsum þar sem þeir munu einnig skoða bátasafn Gríms.
VF-mynd/elg
				
	
				VF-mynd/elg

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				