Draga til baka launahækkanir bæjarfulltrúa
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar í bæjarstjórn Grindavíkur hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna launahækkana bæjarfulltrúa sem samþykktar voru á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur, þann 26. nóvember sl.
„Við teljum sanngjarnt að bæjarfulltrúar Grindavíkurbæjar séu á svipuðum launum og bæjarfulltrúar sambærilegra sveitarfélaga á landinu. En í ljósi kjaramála á vinnumarkaði munum við leggja til á næsta bæjarstjórnarfundi að draga til baka þær launahækkanir bæjarfulltrúa sem samþykktar voru á síðasta fundi bæjarstjórnar þann 26 nóvember síðastliðinn,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af fulltrúum D-, B- og S-lista.