Draga kröfugerðir til baka
Starfsgreinasamband Íslands og Flóabandalagið hafa ákveðið að fresta kjaraviðræðum sínum við ríkið og samtök atvinnulífsins. Fyrir liggur að endurskoða kröfugerðina nema frumvarp um launahækkanir þingmanna og starfslokasamninga ráðherra verði dregið til baka.
Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis sagði að búið væri að afturkalla kröfugerðina. „Það er búið að boða til útifundar á Austurvelli klukkan 17 í dag og það er óhætt að segja að verkalýðshreyfingin hafi brjálast yfir framkomnu frumvarpi.“
Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis sagði að búið væri að afturkalla kröfugerðina. „Það er búið að boða til útifundar á Austurvelli klukkan 17 í dag og það er óhætt að segja að verkalýðshreyfingin hafi brjálast yfir framkomnu frumvarpi.“