Dræmari kjörsókn í Reykjanesbæ
Í Reykjanesbæ höfðu 466 kosið kl. 11 í morgun sem gerir 5,08% kjörsókn. Þetta er heldur minna en fyrir fjórum árum þegar 5,95% höfðu greitt atkvæði kl. 11.
Í Reykjanesbæ eru 9358 á kjörskrá en kjörfundi lýkur kl. 22 í kvöld. Kosið er í Heiðarskóla, Njarðvíkurskóla og Akurskóla.
Mynd: Frá kjörfundi í Heiðarskóla í Reykjanesbæ á ellefta tímanum í morgun. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson