Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dr. Aldís Guðný nýr forstöðumaður MBA náms hjá Háskólanum í Reykjavík
Dr. Aldís Guðný Sigurðardóttir forstöðumaður MBA náms og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Mynd af vef Háskólans í Reykjavík
Fimmtudagur 27. janúar 2022 kl. 15:59

Dr. Aldís Guðný nýr forstöðumaður MBA náms hjá Háskólanum í Reykjavík

Sérfræðingur í samningatækni sem hefur rannsakað hegðun samningamanna í Evrópu um árabil

Dr. Aldís Guðný Sigurðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður MBA náms og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Aldís er sérfræðingur í samningatækni og hefur starfað undanfarin ár við Háskólann í Twente, Hollandi, þar sem hún hefur rannsakað hegðun samningamanna og kennt þau fræði sem og önnur viðskiptatengd fög. Í Twente hefur hún einnig þróað námslínu á meistarastigi í samningatækni og stýrt því námi. Frá þessu er greint á vef Háskólans í Reykjavík.

Aldís Guðný Sigurðardóttir er fædd og uppalin í Sandgerði. Hún er forstöðumaður MBA náms og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aldís hefur kennt viðskiptatengd fög víðsvegar um Evrópu um árabil. Rannsóknaráhugi hennar snýr fyrst og fremst að hegðun samningamanna og hvaða hegðun sé vænlegust til árangurs. Að auki hefur Aldís hefur starfað sem aðstoðarsáttasemjari hjá embætti Ríkissáttasemjara frá byrjun árs 2021.

Aldís lauk doktornámi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á hegðun samningamanna árið 2018 og kennsluréttindum frá Háskólanum í Twente árið 2021.