Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Dottaði við aksturinn og ók á ljósastaur
Mánudagur 18. júní 2007 kl. 09:46

Dottaði við aksturinn og ók á ljósastaur

Umferðaróhapp varð á Reykjanesbrautinni undir morgun er bifreið var ekið á ljósastaur skammt austan við Grindavíkurveg. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni kenndi til í höndum og var allur aumur í skrokknum og var því fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Ökumaðurinn taldi sig hafa dottað við aksturinn með þessum afleiðingum. Bifreiðin var mikið skemmd eftir óhappið og var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið.

Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur á Hafnarvegi í nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024