Dottaði undir stýri og fór út af
Ökumaður sem var á ferð norður Garðveg í fyrradag dottaði undir stýri með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum. Hann og tveir farþegar sem voru í bifreiðinni voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem þeir kenndu verkja eftir óhappið. Áður hafði önnur bifreið runnið út af Reykjanesbrautinni í hálku. Ökumaður hennar slapp ómeiddur.
Fleiri umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni en þau voru öll minni háttar og ekki meiðsl á fólki.