Dottaði og ók niður skilti
Betur fór en á horfðist þegar ökumaður bifreiðar í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum dottaði undir stýri með þeim afleiðingum að bifreið hans endaði þversum á akbrautinni. Áður hafði hún farið yfir umferðareyju, lent á móti umferð, farið yfir aðra umferðareyju og þar yfir umferðarskilti.
Þá óku erlendir ferðamenn bílaleigubíl á hlið sem lokar námunum við Stapafell. Framrúðan í bifreiðinni brotnaði, auk þess sem fleiri skemmdir urðu á henni urðu við atvikið. Hliðið skemmdist töluvert.