Dósasel fékk vefsíðu í afmælisgjöf
Ýmsar viðurkenningar veittar af sama tilefni.
Ný heimasíða Dósasels var opnuð í tilefni af 37 ára afmæli þess fyrir skömmu. Jóhann Kristbjörnsson, eigandi Skissu ehf., hannaði síðuna og gaf Dósaseli. Ívar Egilsson opnaði síðuna og meðal viðstaddra var þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson.
Við sama tilefni færði Steindór Gunnlaugsson hjá Dynjandi heildverslun, starfsfólki Dósasels vinnufatnað, þ.e.a.s. vesti og sólgleraugu. Velunnurum félagsins voru færðar þakkir. Guðnýju Óskarsdóttur, sem gaf afrakstur af sölu málverka eftir bróður hennar heitinn, Árna Óskarsson. Þá voru Gunnari Björnssyni og Alexöndru Mark Hauksdóttur veitt viðurkenningarskjöl fyrir áheit vegna 10 og 21 km hlaups í Reykjavíkurmaraþoni og Bóa hjá Duus voru færðar þakkir fyrir meðlætið sem var í boði.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi Bárðarson við tilefnið.