Dorrit prófaði Bláa lóns maskann
Dorrit forsetafrú heimsótti Blue Lagoon verslunina að Laugavegi 15 í síðustu viku en hún hefur verið einlægur aðdáandi snyrtivara frá Bláa lóninu. Eins og komið hefur fram í Víkurfréttum var Bláa lónið fyrsti staðurinn sem hún heimsótti þegar hún kom til Íslands í fyrsta skipti og var við formlega vígslu lónsins 1999 með Ólafi Ragnari Grímssyni, sem síðar varð eiginmaður hennar.
Dorrit er hér á mynd með Magneu Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Bláa lónsins, Ýr Breiðfjörð starfsmanni verslunarinnar og Ásu Brynjólfsdóttur rannsókna og þróunarstjóra Bláa Lónsins en hún kynnti Dorritt eiginleika nýja Blue Lagoon þörungamaskans.