Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dópaður ökumaður með fíkniefni og kylfu
Mánudagur 29. apríl 2013 kl. 10:12

Dópaður ökumaður með fíkniefni og kylfu

Tveir ökumenn voru handteknir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina vegna fíkniefnaaksturs. Annar þeirra ók eftir Reykjanesbraut, þegar lögregla stöðvaði för hans. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hann hafði neytt amfetamíns og kannabis. Að fengnum úrskurði héraðsdóms Reykjaness fór lögregla í húsleit á heimili ökumannsins. Þar fundust kannabisefni og amfetamín. Einnig járnkylfa, sem hann afsalaði sér til eyðingar.

Hinn ökumaðurinn var á ferð í Keflavík þegar hann var stöðvaður. Í bifreið hans voru tveir farþegar og viðurkenndi hann að hópurinn hefði verið að reykja kannabis fyrr um kvöldið. Sýnatökur staðfestu neyslu hans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024