Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Dópaður og sviptur ökumaður
Mánudagur 11. febrúar 2013 kl. 13:35

Dópaður og sviptur ökumaður

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærkvöld rúmlega tvítugan ökumann, sem margoft hefur komið við sögu vegna fíkniefnabrota, auk þess sem vitað var að hann ók sviptur ökuréttindum. Hann var fluttur á lögreglustöð. Þar staðfestu sýnatökur að hann hafði neytt kannabisefna, amfetamíns og kókaíns. Maðurinn er eigandi bifreiðarinnar og í ljósi síendurtekins brotaferils hans haldlagði lögreglan hana að svo komnu máli.

Grunur leikur á að sama bifreið hafi verið á ferðinni þegar lögregla var við umferðareftirlit fyrr um kvöldið og mældi þá bifreið á Reykjanesbrautinni á 183 kílómetra hraða. Skyggni var afar slæmt á þeim tíma og tókst ökumanninum því að láta sig hverfa í sortann. Hann var svo handtekinn skömmu síðar með ofangreindum afleiðingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024