Dópaður og réttindalaus
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð í vikunni vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndist að auki vera án ökuréttinda. Annar ökumaður sem stöðvaður var hafði verið sviptur ökuréttindum og var það í fjórða sinn sem lögregla hafði afskipti af honum af þeim sökum.
Fáeinir ökumenn til viðbótar voru teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur.
Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og skráningarnúmer fjarlægð af fáeinum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.