Dópaður með glænýtt bílpróf
Ungur ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni vegna gruns um fíkniefnaakstur, byrjaði ökuferil sinn ekki glæsilega því hann hafði fengið bílprófið sama dag og hann var handtekinn. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hans á fíkniefnum.
Annar ökumaður, sem lögregla stöðvaði, hafði neytt amfetamíns og kannabisefna samkvæmt niðurstöðum sýnatöku.