Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dópaður á stolnum bíl lenti í árekstri
Fimmtudagur 13. júní 2002 kl. 23:01

Dópaður á stolnum bíl lenti í árekstri

Harður árekstur varð í kvöld á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Önnur bifreiðin sem lenti í árekstrinum var eftirlýst eftir að hafa verið stolið af bílasölu í Reykjavík í dag. Ökumaður hennar er grunaður um fíkniefnaneyslu.Þorvaldur Benediktsson, varðstjóri lögreglunnar í Keflavík, sagði í samtali við Víkurfréttir í kvöld að maðurinn hafi ekki reynt að komast undan vörðum laganna, þrátt fyrir slæma samvisku og ólöglegt athæfi. Engin slys urðu á fólki en báða bílana varð að fjarlægja með kranabifreið.

Myndin er frá umferðarstjórnun á Reykjanesbraut síðdegis í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024