Dópaðir ökumenn í umferðinni
Einn ökumaður var stöðvaður í gærdag grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn þegar lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum.Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn vegna ölvunarakstur. Var sá sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum.
Annars var tíðindalítið af næturvaktinni hjá lögreglumönnum á Suðurnesjum.





