Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dönsk hersveit góð fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum
Fimmtudagur 5. mars 2009 kl. 16:23

Dönsk hersveit góð fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum

Fjórar danskar herþotur lentu á Keflavíkurflugvelli í gærdag en þær munu ásamt 50 manna hersveit og fylgdarliði sinna loftrýmisgæslu við Ísland næsta mánuðinn.

Þetta er í fyrsta skipti síðan í seinni heimsstyrjöld sem Norðurlandaþjóð sinnir vörnum við Ísland. Koma dönsku sveitarinnar mun vera góð fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum því þeir munu þurfa að kaupa ýmsa þjónustu meðan á dvöl þeirra stendur.

Hilmar Bragi var með myndavélina á Keflavíkurflugvelli í gærdag þegar danska sveitin kom til landsins með fjórar herþotur af gerðinni F-16.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dönsk F-16 lendir á Keflavíkurflugvelli í gærdag.