Dónalegir írskir rafstöðvasölumenn klagaðir til lögreglu

Umræddir Írar hafa síðustu daga verið á ferð um landið og boðið til sölu ljósavélar og verkfæri. Eitthvað hefur hins vegar skort á leyfi þeirra til sölu og hefur lögreglan víða um land verið á hælum Íranna sem hafa ekki borið Íslendingum vel söguna og sagt erfitt að selja þeim rafstöðvar.