Dómsmálaráðherra styrkir Byrgið
Fyrir stundu afhenti Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra Guðmundi Jónssyni forstöðumanni Byrgisins styrk upp á 3 milljónir króna. Dómsmálaráðherra er í heimsókn í Byrginu þar sem hún mun kynna sér helstu þætti meðferðarstarfs Byrgisins, sem meðal annars hefur verið með fanga til endurhæfingar í Byrginu. Í lok heimsóknarinnar mun ráðherra fá sér kaffisopa með vistmönnum Byrgisins.