Dómsmálaráðherra: „Augljóst að byggja þarf nýja lögreglustöð"
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra segir það alveg augljóst að byggja þurfi nýja lögreglustöð fyrir embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og koma starfsemi löggæslunnar fyrir á einum stað, það sé nauðsynlegt fyrir allt skipulag og starfsemi lögreglunnar. Þetta kom fram í svari Björns á Alþingi við fyrirspurn Bjarkar Guðjónsdóttur, þingmanns, um málið.
Lögreglan á Suðurnesjum býr við þröngan húsakost á þremur stöðum, við Hringbraut og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og við Grænás þar sem ástandinu hefur verið mætt með lausum skrifstofugámum á lóðinni við lögreglustöðina. Dómsmálaráðherra segist fyrir skömmu hafa átt fund með með yfirstjórn og starfsmönnum embættisins.
„Ég heimilaði embættinu að huga að framtíðartilhögun í húsnæðismálum þess og senda greinargerð til ráðuneytisins um þær lausnir sem embættið teldi bestar til að mæta húsnæðisþörfinni ásamt kostnaðarmati og mati á aukinni hagkvæmni. Ég lýsti þá þeirri skoðun og ítreka hana hér að ég tel mjög vel koma til greina að nýtt húsnæði verði byggt í einkaframkvæmd og því hraðað eins og kostur er að komast að niðurstöðu í málinu," sagði Björn í svari sínu.
Hann gat þess ennfremur að til álita kæmi að í framtíðarhúsnæði lögreglunnar yrði einnig önnur starfsemi á vegum stofnana dóms- og kirkjumálaráðuneytisins , eins og t.d. útgáfa vegabréfa þar sem gæta þarf mikils öryggis.
„Ef ráðist yrði í byggingu af þessum toga fyrir lögregluembættið tel ég að huga eigi að því að sú bygging hýsi einnig þá starfsemi og jafnvel aðra þætti sem kann að verða skynsamlegt fyrir dóms- og kirkjumálaráðuneytið að flytja á þessar slóðir," sagði Björn.
Björg Guðjónsdóttir sagðist fagna svari ráðherrans og til að ítreka mikilvægi þessa máls í hugum Suðurnesjamanna vildi hún að fram kæmi að á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir skemmstu komu fram áhyggjur sveitarstjórnarmanna á svæðinu af stöðu húsnæðismála embættisins og almennt af málefnum löggæslunnar á Suðurnesjum.
Aðalfundurinn ályktaði um mikilvægi þess að undirbúningi að byggingu húsnæðisins fyrir aðalstöðvar embættisins yrði flýtt og að byggingu þess verði að fullu lokið eigi síðar en árið 2009. Björk benti á að í sömu ályktun hafi komið fram að treysta þyrfti rekstrargrundvöll embættisins þannig að verkefni sem tengjast Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefðu ekki þau áhrif að embættið hefði ekki styrk til að sinna sem skyldi þjónustu og lögregluverkefnum annars staðar.
Mynd: Við lögreglustöðina í Grænási hefur húsnæðisþrengslum verið mætt með lausum skrifstofugámum á lóðinni. Það horfir til betri vegar með húsnæðismálin, samkvæmt því sem fram kom í máli Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra.
Lögreglan á Suðurnesjum býr við þröngan húsakost á þremur stöðum, við Hringbraut og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og við Grænás þar sem ástandinu hefur verið mætt með lausum skrifstofugámum á lóðinni við lögreglustöðina. Dómsmálaráðherra segist fyrir skömmu hafa átt fund með með yfirstjórn og starfsmönnum embættisins.
„Ég heimilaði embættinu að huga að framtíðartilhögun í húsnæðismálum þess og senda greinargerð til ráðuneytisins um þær lausnir sem embættið teldi bestar til að mæta húsnæðisþörfinni ásamt kostnaðarmati og mati á aukinni hagkvæmni. Ég lýsti þá þeirri skoðun og ítreka hana hér að ég tel mjög vel koma til greina að nýtt húsnæði verði byggt í einkaframkvæmd og því hraðað eins og kostur er að komast að niðurstöðu í málinu," sagði Björn í svari sínu.
Hann gat þess ennfremur að til álita kæmi að í framtíðarhúsnæði lögreglunnar yrði einnig önnur starfsemi á vegum stofnana dóms- og kirkjumálaráðuneytisins , eins og t.d. útgáfa vegabréfa þar sem gæta þarf mikils öryggis.
„Ef ráðist yrði í byggingu af þessum toga fyrir lögregluembættið tel ég að huga eigi að því að sú bygging hýsi einnig þá starfsemi og jafnvel aðra þætti sem kann að verða skynsamlegt fyrir dóms- og kirkjumálaráðuneytið að flytja á þessar slóðir," sagði Björn.
Björg Guðjónsdóttir sagðist fagna svari ráðherrans og til að ítreka mikilvægi þessa máls í hugum Suðurnesjamanna vildi hún að fram kæmi að á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir skemmstu komu fram áhyggjur sveitarstjórnarmanna á svæðinu af stöðu húsnæðismála embættisins og almennt af málefnum löggæslunnar á Suðurnesjum.
Aðalfundurinn ályktaði um mikilvægi þess að undirbúningi að byggingu húsnæðisins fyrir aðalstöðvar embættisins yrði flýtt og að byggingu þess verði að fullu lokið eigi síðar en árið 2009. Björk benti á að í sömu ályktun hafi komið fram að treysta þyrfti rekstrargrundvöll embættisins þannig að verkefni sem tengjast Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefðu ekki þau áhrif að embættið hefði ekki styrk til að sinna sem skyldi þjónustu og lögregluverkefnum annars staðar.
Mynd: Við lögreglustöðina í Grænási hefur húsnæðisþrengslum verið mætt með lausum skrifstofugámum á lóðinni. Það horfir til betri vegar með húsnæðismálin, samkvæmt því sem fram kom í máli Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra.