Dómsdagsvélin á Keflavíkurflugvelli
Boeing E-6B Mercury þota bandaríska sjóhersins var á Keflavíkurflugvelli nýverið en áhöfn vélarinnar hitti Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, og fleiri.
Vélin gengur undir nafninu „Dómsdagsvélin“ eða „Doomsday-plane“ og er fljúgandi stjórnstöð. Vélin var í verkefnum í Evrópu. Vélin stundar einnig oft æfingar á norðurslóðum með bandalagsþjóðum í NATO.
Mynd af vélinni á Keflavíkurflugvelli var birt á fésbókarsíðu U.S. European Command (EUCOM).


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				