Domingo stoppaði í Bláa Lóninu
Stórsöngvarinn Placido Domingo og kona hans höfðu viðdvöl í Bláa Lóninu í gær áður en hann hélt af landi brott.
Domingo, sem hélt vel heppnaða tónleika í Egilshöll á sunnudagskvöld, fór í stutta kynnisferð um Bláa Lónið ásamt forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og konu hans Dorrit Moussaieff. Sagðist hann afar hrifinn af staðnum þó hann skellti sér ekki í sundskýluna en kalt var í veðri og er kvef víst það síðasta sem einn vinsælasti óperusöngvari heims þarf á að halda á þéttskipaðri dagskrá.
VF-myndir/Þorgils Jónsson