Dómi Ramseys áfrýjað
Ríkissaksónari hefur áfrýjað til Hæastaréttar dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey, frá þessu var greint á mbl.is í morgun.
Ramsey var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í október og þar af 15 mánuði skilorðsbundið fyrir að veita manni hnefahögg sem leidd hann til bana. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til refsiþyngingar.
Í Héraðsdómi Reykjaness var Ramsey einnig dæmdur til að greiða foreldrum fórnarlambsins 1,5 milljónir í skaðabætur og tæpar 65 þúsund danskar krónur í bætur, það gera tæpar 650 þúsund íslenskar krónur.