Dómari skipaður í hnífstungumálinu
Helgi Jónsson, dómsstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, hefur staðfest að Guðjón St. Marteinsson hafi verið skipaður dómari í máli varnarliðsmannsins sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps í Hafnarstræti í Reykjavík í byrjun júní. Ungi maðurinn sem varð fyrir hnífsstungunni er búsettur í Keflavík.Helgi sagði að málið yrði tekið fyrir fljótlega og á von á að því varnarliðsmaðurinn verði kallaður fyrir dómara á næstu dögum. Þá yrði ákveðið hvenær málið yrði þingfest en það gæti orðið í þessari viku eða næstu.
Helgi sagði að yrði varnarliðsmaðurinn sakfelldur yrði það dómsins að meta hvort gæsluvarðhaldið kæmi til frádráttar. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari sagði í samtali við fréttastofu Útvarpsins í morgun að hann teldi ólíklegt að gæslan á vallarsvæði bandaríska hersins nýttist manninum til frádráttar. Hún hefði ekki verið í samræmi við það sem um hefði verið samið. Varnarliðið hefði átt að yfirtaka gæsluvarðhald mannsins og því hafi hann verið afhentur.
Byggt á frétt Ríkisútvarpsins.
Helgi sagði að yrði varnarliðsmaðurinn sakfelldur yrði það dómsins að meta hvort gæsluvarðhaldið kæmi til frádráttar. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari sagði í samtali við fréttastofu Útvarpsins í morgun að hann teldi ólíklegt að gæslan á vallarsvæði bandaríska hersins nýttist manninum til frádráttar. Hún hefði ekki verið í samræmi við það sem um hefði verið samið. Varnarliðið hefði átt að yfirtaka gæsluvarðhald mannsins og því hafi hann verið afhentur.
Byggt á frétt Ríkisútvarpsins.