Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Djúpsprengju stolið í Grindavík?
Þriðjudagur 12. ágúst 2008 kl. 16:47

Djúpsprengju stolið í Grindavík?


Í síðustu viku eða um Verslunarmannahelgina, hvarf djúpsprengja og trollbobbingur ásamt rekaviðarbút af lóð Flagghússins eins elsta húss í Grindavík sem nýlega hefur verið gert upp.

Djúpsprengjan er óvirk frá stríðsárunum, þekkja menn þetta einna helst sem 100 lítra steinolíutunnu sem oft var notuð sem bólfæri eða floti á snurvoðartóg.

Leitt er til þess að vita að þar sem menn eru að halda til haga gömlum minjum þá fái þeir ekki að vera til friðs fyrir vanþekkingu samferðafólks.

Grindvíkingurinn Erlingur Einarsson skorar á þann sem tók umrædda djúpsprengju og trollbobbinginn að skila mununum á sama stað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024