Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Djúpborun að hefjast á Reykjanesi
Mánudagur 15. ágúst 2016 kl. 09:44

Djúpborun að hefjast á Reykjanesi

Djúp­bor­un hefst á Reykja­nesi síðar í þess­um mánuði. Búið er að koma fyr­ir öfl­ug­um jarðbor á svæðinu og verður boruð allt að fimm kíló­metra djúp há­hita­hola. Stefnt er að því að holan verði dýpsta og heitasta vinnsluhola jarðvarma á Íslandi með hita allt að 500°C  hitastigi.  

Í apríl sl. var greint frá því að  HS Orka og Jarðbor­an­ir hf. hefðu und­ir­ritað samn­ing um verkið. Til verksins munu jarðboranir nota stærsta bor landsins, jarðborinn Þór. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

HS Orka leggur til verksins holu 15 á Reykjanesi sem er  2,5 kílómetra djúp og er ætlunin að dýpka holuna í allt að 5 kílómetra. Samningurinn er hluti af öðrum áfanga íslenska djúpborunarverkefnisins (IDDP-2) en áður hefur verið reynt við djúpborun á Kröflusvæðinu.  Tilgangur verkefnisins er að sýna fram á að framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum sem gæti aukið orkuframleiðslu háhitasvæða umtalsvert og þar með dregið úr landrýmisþörf orkuvinnslunnar.

Vinnslutækni verkefnisins ræðst af því hvernig jarðhitavökvi finnst á 4-5 km dýpi. Ef efnasamsetningin reynist viðráðanleg og unnt verður að vinna yfirhitaða orkuríka gufu beint upp úr djúpu borholunni er það fyrsti valkostur sem mun þar með auka orkuvinnslu á Reykjanesi.  Slík orkuvinnsla mun leiða til aukinnar nýtingar auðlindar og landsvæðis og draga úr umhverfisáhrifum vinnslunnar. Ef efnasamsetning vökvans reynist hins vegar of erfið, verður vatni frá yfirborði dælt ofan í holuna til að efla orkuvinnslu úr grynnri nærliggjandi holum. Við borun holunnar, prófanir, mælingar og vinnslu verður prófuð og nýtt ný tækni og búnaður, í samstarfi við bæði innlenda og erlenda aðila.