Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Djúpar holur skemma bíla
Sunnudagur 9. mars 2008 kl. 19:12

Djúpar holur skemma bíla

Fjölmargir hafa lent í því síðustu daga að skemma dekk og jafnvel felgur þar sem mikið er um djúpar holur í malbiki. Til að mynda fékk lögregla átta tilkynningar um skemmda hjólbarða og felgur af þessum völdum bara á föstudag.

Rétt er að vara vegfarendur við þessum skaðvaldi því einn aðili sem lenti í svipuðu atviki eyðiðlagði hjá sér olíupönnu.

Því er ekki að leyna að tíðarfarið hefur verið með versts móti að undanförnu og skapað þær aðstæður að malbik er mikið að skemmast.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að þrátt fyrir að þjónustuaðili Reykjanesbæjar hafi reynt að sporna við ástandinu, m.a. með því að fylla í holurnar og með því að koma fyrr keilum á verstu stöðunum, en þær eru keyrðar niður jafnóðum af mis tillitssömum bílstjórum.

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024