Djammari.is opnar nýja síðu
Ein af vinsælli heimasíðum Suðurnesja, Djammari.is, opnaði nýjan vef nú í nótt. Vefurinn er gjörbreyttur frá því sem áður var og er nú orðinn að samfélagi á netinu þar sem notendur hafa sitt eigið notendanafn og bloggsíðu og geta rætt saman á síðunni um heima og geima.Djammari.is er upplýsinga- og afþreyingarvefur tileinkaður skemmtanalífinu á Suðurnesjum og um allt land. Eigendurnir eru þrír ungir athafnamenn í Keflavík sem hafa síðuna að sameiginlegu áhugamáli og vinna við hana í frístundum sínum. Þeir hafa að eigin sögn verið að vinna að þessum breytingum undanfarna mánuði og nú skilar vinnan sér, ekki þó í peningum heldur í hamslausri gleði að þeirra eigin sögn.
„Markhópur okkar eru fyrst og fremst Suðurnesjamenn og því þótti okkur við hæfi að opna nýju síðuna nú þegar nýr skemmtistaður var að opna í Keflavík og skemmtanalífið virðist ætla að glæðast eftir nokkurra mánaða depurð. Strax í dag hafa vel á annað hundrað notendur skráð sig á síðuna og þetta er allt að fara fram úr okkar björtustu vonum,“ sagði Ástþór Ingi Pétursson, forritari og einn af eigendum síðunnar.
Víkurfréttir eru samstarfsaðili Djammara.is varðandi ljósmyndir og munu meðal annars valdar myndir af myndasíðum Djammara.is birtast í Víkurfréttum.
„Markhópur okkar eru fyrst og fremst Suðurnesjamenn og því þótti okkur við hæfi að opna nýju síðuna nú þegar nýr skemmtistaður var að opna í Keflavík og skemmtanalífið virðist ætla að glæðast eftir nokkurra mánaða depurð. Strax í dag hafa vel á annað hundrað notendur skráð sig á síðuna og þetta er allt að fara fram úr okkar björtustu vonum,“ sagði Ástþór Ingi Pétursson, forritari og einn af eigendum síðunnar.
Víkurfréttir eru samstarfsaðili Djammara.is varðandi ljósmyndir og munu meðal annars valdar myndir af myndasíðum Djammara.is birtast í Víkurfréttum.