Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Diskarnir hans Tomma fundnir! - myndskeið
    Tommi með diskana úr trommusettinu sem hann endurheimti nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Diskarnir hans Tomma fundnir! - myndskeið
    Tommi að taka við búnaðnum nú áðan. Hann átti vart orð til að lýsa ánægju sinni með að endurheimta diskana og töskuna.
Fimmtudagur 26. maí 2016 kl. 15:54

Diskarnir hans Tomma fundnir! - myndskeið

Verðmætir diskar úr trommusetti sem Tómas Young auglýsti eftir á fésbókinni fyrir nokkrum dögum eru fundnir. Þeir voru í ólæstri kompu í æfingahúsnæði hljómsveita og voru komnir undir ýmiskonar rusl. Þaðan var þeim bjargað frá því að vera stolið.

„Hingað í Hljómahöll mætti maður að leita að mér og spurði hvort ég væri búinn að týna Paiste-cymbölunum mínum og sagðist vera með þá úti í bíl! HALELÚJAH! Allir diskarnir eru fundnir ásamt töskunni utan um þá. Ég vil þakka meistara Friðriki kærlega fyrir að koma þeim til skila en hann hafði séð þá í ólæstri kompu í æfingarhúsnæðinu þar sem dótið mitt var og kippti þeim í skjól og sá svo Facebook-færsluna í morgun. Ég vil líka þakka öllum sem höfðu fyrir því að deila þessu hérna á samfélagsmiðlunum á hinar og þessar grúppur og á vegginn sinn og auðvitað Víkurfréttum fyrir að gera frétt úr þessu. Máttur Facebook er ótrúlegur,“ segir Tómas á fésbókinni rétt í þessu.

Ljósmyndari Víkurfrétta var viðstaddur þegar Tómas tók við diskunum en hann átti vart orð til að lýsa ánægju sinni, enda diskarnir verðmætir, hafa mikið tilfinningalegt gildi og virði þeirra upp á tugi þúsunda stykkið.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024