Díselþjófur í Garði dæmdur
Hálfþrítugur maður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að dæla dísilolíu á bifreið sína í heimildarleysi af tank fiskvinnslu í Garði.
Maðurinn játaði brot sitt greiðlega en hann var staðinn að verki við þjófnaðinn sem átti sér stað í júlí sumarið 2001. Hafði hann dælt allt að 90 lítrum á bifreiðina er fyrirsvarsmenn fyrirtækisins komu að honum. Fullnustu refsingarinnar var frestað um þrjú ár og fellur hún niður að þeim tíma liðnum haldi maðurinn skilorðið. Var hann dæmdur til að borga allan kostnað sakarinnar, þ.m.t 35.000 málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Maðurinn, sem er fæddur 1976, hefur sjö sinnum hlotið fangelsisdóma fyrir hegningarlagabrot, meðal annars 10 mánaða fangelsi vorið 1997 fyrir þjófnað. Þótt brotið sem hann var nú sakfelldur fyrir teldist smátt í sniðum að mati héraðsdóms þótti ekki hjá því komist að dæma hann til fangelsisvistar þegar horft væri til sakaferils hans, segir á vef mbl.is.
Maðurinn játaði brot sitt greiðlega en hann var staðinn að verki við þjófnaðinn sem átti sér stað í júlí sumarið 2001. Hafði hann dælt allt að 90 lítrum á bifreiðina er fyrirsvarsmenn fyrirtækisins komu að honum. Fullnustu refsingarinnar var frestað um þrjú ár og fellur hún niður að þeim tíma liðnum haldi maðurinn skilorðið. Var hann dæmdur til að borga allan kostnað sakarinnar, þ.m.t 35.000 málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Maðurinn, sem er fæddur 1976, hefur sjö sinnum hlotið fangelsisdóma fyrir hegningarlagabrot, meðal annars 10 mánaða fangelsi vorið 1997 fyrir þjófnað. Þótt brotið sem hann var nú sakfelldur fyrir teldist smátt í sniðum að mati héraðsdóms þótti ekki hjá því komist að dæma hann til fangelsisvistar þegar horft væri til sakaferils hans, segir á vef mbl.is.