Dínamítinu stolið frá verktaka
Grunur leikur á að sprengiefni sem fannst í fjörukambi við Sangerði hafi verið stolið frá verktaka sem hefur unnið við hafnarframkvæmdir þar undanfarið. Brotist var inn í vinnuskúr verktakans en hann saknaði einskis fyrr en fréttir bárust af sprengifundinum.Maður fann um 40 kíló af dínamiti þegar hann var á gangi í fjörunni. Enginn liggur undir grun að sögn Bylgjunnar.