Dimissio nemenda við FS
Útskriftarnemendur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja héldu hina hefðbundnu Dimissio á sal skólans þar sem þeir kvöddu kennara sína og skólann. Fór Dimissioið fram síðasta kennsludag og klæddust nemendur fangabúningum með skólanúmerum sínum framan á.
Nemendur sýndu síðan leikna heimildarmynd um kennara sína en það er orðin hefð á þessari kveðjustund. Kennurum voru síðan veittar viðurkenningar og í ár var það Guðlaug Pálsdóttir sem hlaut nafnbótina „Besti kennarinn.“ Nemendur og kennarar snæddu síðan saman síðustu kvöldmáltíðina ásamt starfsfólki skólan.
www.fss.is
VF-myndir/ Guðmann Kristþórsson