Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 10. apríl 2000 kl. 16:34

Díeselbílum fjölgar á Suðurnesjum

95 oktana bensín hefur hækkað um tæpar 20 krónur á frá 1. apríl 1999, eða um 30%. Bensínlíterinn kostaði þann 1. apríl 1999 72,10 kr. og hækkaði þann 1. apríl sl. upp í 91.90 krónur. Það er spurning hvort landsmenn ættu ekki að fara að huga að því að fjárfesta í reiðhjólum.Margrét Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Aðalstöðvarinnar, sagði að sér blöskraði þessar hækkanir og að hún hefði jafnframt tekið eftir mikilli aukningu á sölu díselolíu að undanförnu. Steinar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Olís í Keflavík, sagði að viðskiptavinirnir væru mjög óánægðir með hækkanirnar og að hann skildi það mæta vel. „Ég vil nú samt benda á að 71% af bensínverði fer beint í skatta, þannig af hverjum 100 krónum sem selt er fyrir fáum við 29 krónur. Mér finnst skattlagningin allt of mikil og mín skoðun er sú að menn ættu að skoða hana aðeins betur þegar verið er að kvarta yfir hækkunum. Aðal ástæða hækkanana að undanförnu er hækkun á heimsmarkaðsverði en verð á grunnolíu er nú farið að lækka aftur, er komið úr 30 dollurum í 25 dollara. Samkvæmt því tel ég líkur á að verð á eldsneyti fari að haldast stöðugt, en annars er voðalega erfitt að segja til um það“, segir Steinar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024