Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 21. janúar 2002 kl. 13:30

DHL flytur aðalstöðvar sínar til Keflavíkur

DHL á Íslandi og Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli (IGS) hafa undirritað þjónustusamning sem boðar nýja og spennandi tíma fyrir DHL og viðskiptavini fyrirtæksins, segir Þórður Kolbeinsson framkvæmdastjóri DHL á Ísandi.Samningurinn sem tók gildi um síðustu áramót felur í sér að DHL flytur aðal vörudreifingar- og móttökustöð sína frá Reykjavík í hina nýju og glæsilegu Fraktmiðstöð Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli og opnar skrifstofu í Fraktmiðstöðinni en áfram verður vöruafgreiðsla í Reykjavík auk aðalskrifstofu.

Þórður Kolbeinsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi, sagði við undirritunina að ákvörðunin um að flytja starfsemina til Keflavíkurflugvallar boði nýja og spennandi tíma fyrir fyrirtækið og viðskiptavini þess. Framvegis yrði hægt að bjóða hraðari þjónustu en áður enda færu sendingar beint í dreifingu til móttakanda frá Fraktmiðstöðinni á Keflavíkurflugvelli án viðkomu í öðru vöruhúsi í Reykjavík eins og áður var. Þetta sparaði viðskiptavinum DHL tíma og byði upp á betri og öruggari vörumeðferð. Þessi breyting geri DHL einnig mögulegt að bjóða upp á nýja virðisaukandi þjónustuþætti, til dæmis TDD (Time-Definite-Deliveries) sem felur í sér tvo þjónustumöguleika þ.e öruggar afhendingar fyrir kl 09:00 eða fyrir kl 12:00 daginn eftir í helstu löndum Evrópu og stæði til að innleiða þá þjónustu í byrjun næsta árs.

Gunnar Olsen framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli sagði það mikið ánægjuefni að samningar hefðu tekist við DHL. Þessi samningur félli mjög vel að stefnu fyrirtækisins um að byggja upp og efla alla þjónustu við flugfélög, hraðflutningafyrirtæki og flutningsmiðlara í Fraktmiðstöðinni. Þetta væri annar samningurinn sem væri undirritaður eftir að nýja Fraktmiðstöðin opnaði í ágúst á þessu ári en nú þegar hefði verið gengið frá samningi við Flugleiðir Frakt um leiguhúsnæði og vöruhúsaþjónustu í miðstöðinni. Gunnar sagði að sýslumannsembættið væri búið að opna tollskrifstofur í miðstöðinni og byði uppá að ganga frá öllum tollafgreiðslum þar. Nýja fraktmiðstöðin er opin allan sólarhringinn alla daga ársins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024