Delta verðlaunar Keflavíkurflugvöll
Keflavíkurflugvöllur starfsstöð ársins 2012 hjá bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines
Keflavíkurflugvöllur er ein 30 starfsstöðva Delta Air Lines sem hlýtur útnefninguna Station of the Year 2012. Starfsstöðvar félagsins eru alls 245 og fékk Keflavíkurflugvöllur hæstu einkunn fyrir öryggi, farþegaþjónustu, rekstur og fjárreiður. Delta heldur uppi ferðum milli Keflavíkur og New York og nær útnefningin til allra starfssviða Isavia, fyrirtækisins Vallarvina sem annast afgreiðslu Delta á Keflavíkurflugvelli, og annarra þjónustuaðila flugfélagins.