Delta lenti með veikan farþega
Lögreglu barst í vikunn tilkynning um lendingu farþegavélar frá Delta – flugfélaginu sem var með veikan farþega innanborðs. Vélin var að koma frá Heathrow – flugvelli í London og var á leið til Detroit í Bandaríkjunum.
Læknir og hjúkrunarfræðingur sem voru um borð hlúðu að farþeganum þar til að vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli. Farþeginn var svo fluttur með sjúkrabifreið á Heilbriðisstofnun Suðurnesja.