Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Delta hefur flug til Minneapolis
  • Delta hefur flug til Minneapolis
Mánudagur 30. maí 2016 kl. 09:25

Delta hefur flug til Minneapolis

Flugfélagið Delta hóf á föstudag flug á milli Keflavíkurflugvallar og Minneapolis. Flugfélagið mun bjóða upp á dagleg flug á milli áfangastaðanna fram til 6. september, en þetta er annar áfangastaður Delta frá Keflavíkurflugvelli. Með fluginu til Minneapolis flýgur Delta til New York JFK. Delta hóf flug til Íslands árið 2011 og flaug þá fimm sinnum í viku, en nú eru flugin orðin 15 í hverri viku.

Flugfélögum sem fljúga til Keflavíkurflugvallar hefur fjölgað til muna á síðustu árum. Í ár fljúga 11 félög þangað yfir allt árið, þar á meðal Delta, en þau voru aðeins tvö árið 2005, og í sumar verða flugfélögin 25 og hafa aldrei verið fleiri. Til samanburðar má nefna að sumarið 2009 lentu flugvélar frá sjö flugfélögum í reglubundnu flugi á Keflavíkurflugvelli.

Isavia bauð farþegum upp á léttar veitingar í tilefni dagsins.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024