Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Delta byrjar í maí að fljúga til þriggja borga í Bandaríkjunum
Föstudagur 26. mars 2021 kl. 18:26

Delta byrjar í maí að fljúga til þriggja borga í Bandaríkjunum

Farþegar Delta frá Bandaríkjunum þurfa að færa sönnur á fullri bólusetningu eða að þeir hafi náð sér af Covid-19 sýkingu.

Delta Air Lines byrjar að fljúga daglega milli Keflavíkur og þriggja borga í Bandaríkjunum í maí næstkomandi. Þar á meðal er Boston, sem er nýr áfangastaður. Hinar borgirnar eru New York og Minneapolis/St. Paul, en þangað hefur Delta flogið undanfarin ár ef 2020 eru undanskilið.

Fyrsta brottför til New York verður 1. maí, til Boston 20. maí og til Minneapolis/St. Paul 27. maí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ákvörðun Delta um að hefja daglegt flug milli Bandaríkjanna og Íslands byggir á því að Ísland er fyrsta Evrópulandið til að heimila komu bandarískra ferðamanna sem hafa fengið fulla bólusetningu án þess að þeir þurfi að fara í sóttkví. Ísland er þannig fyrsti áfangastaðurinn í Evrópu sem stendur ferðaþyrstum Bandaríkjamönnum auðveldlega til boða frá því að heimsfaraldurinn byrjaði fyrir ári síðan, segir í tilkynningu frá Delta.

„Við vitum að viðskiptavinir okkar eru spenntir fyrir því að komast með öruggum hætti aftur út í heim. Eftir því sem traust á ferðalögum eykst, þá vonumst við til að fleiri lönd opni fyrir bólusettum ferðamönnum og skapi þannig aukin tækifæri fyrir fólk til að tengja og upplifa,“ segir Joe Esposito, framkvæmdastjóri leiðakerfisstýringar Delta Air Lines.

Farþegar Delta frá Bandaríkjunum þurfa að færa sönnur á fullri bólusetningu eða að þeir hafi náð sér af Covid-19 sýkingu. Farþegar til Bandaríkjanna munu þurfa að sýna neikvæða niðurstöðu úr Covid-19 skimun.

Boston – nýi áfangastaðurinn

Flogið verður til Boston daglega frá 20. maí. Þetta er í fyrsta skipti sem Delta býður upp á flug milli Íslands og Boston, en borgin hefur lengi verið vinsæll áfangastaður Íslendinga. Flogið verður með 193 sæta Boeing 757-200 þotu Delta og er dagleg brottför frá Keflavík kl. 10:15.

New York og Minneapolis/St. Paul

New York var fyrsti áfangastaður Delta þegar félagið byrjaði að fljúga á milli Íslands og Bandaríkjanna árið 2011. Þangað verður flogið daglega kl. 11:15 frá og með 1. maí með 168 sæta Boeing 757-200. Sú þota býður upp á Delta One farrýmið.

Til Minneapolis/St. Paul verður flogið daglega kl. 9:30 frá og með 27. maí með 193 sæta Boeing 757-200.

Líkt og ávallt áður eru veitingar innifaldar í fargjaldinu með Delta Air Lines og um borð í vélunum eru skjáir á bökum sæta með miklu úrvali af afþreyingarefni. Flugáætlun Delta milli Ísland og Bandaríkjanna er í samstarfi við KLM og Virgin Atlantic.

Flugáætlun Delta Air Lines milli Íslands og Bandaríkjanna

Boston                 Flugnr.        Brottför         Koma              Tíðni

KEF-BOS              267               10:15              12:00               Daglega

BOS-KEF              266               22:25              7:45                 Daglega

 

New York            Flugnr.        Brottför         Koma              Tíðni

KEF-JFK                247               11:15              13:15               Daglega

JFK-KEF                246               22:15              8:05                 Daglega

 

Minneapolis      Flugnr.        Brottför         Koma              Tíðni

KEF-MSP             261               9:30                 11:00               Daglega

MSP-KEF             260               20:30                 7:40                 Daglega