Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Deilu um raflínur hugsanlega vísað til ríkisvaldsins
Laugardagur 11. október 2008 kl. 15:29

Deilu um raflínur hugsanlega vísað til ríkisvaldsins



Raforkumálin hafa verið í brennidepli nú eftir hádegið á aðalfundi SSS. Fyrir fundinum liggur ályktun þar sem sveitarfélögin leggja þunga áherslu á að öryggi orkuflutnings til sveitarfélaganna á Suðurnesjum verði tryggt og að næg flutningsgeta verði til staðar fyrir ný atvinnutækifæri á svæðinu.

Í máli Guðmundar I. Ásmundssonar, aðstoðarforstjóra Landsnets, kom fram að áríðandi væri orðið að fá niðurstöðu í viðræður við Hafnarfjarðarbæ um lagningu nýrra raflína til Suðurnesja. Ekki væri óhugsandi að þeirri deilu yrði vísað til ríkisvaldsins til úrlausnar. Búið væri að ná samkomulagi við önnur sveitarfélög sem að málinu koma en á meðan ekki fengist niðustaða gagnvart Hafnarfjarðarbæ væri málið í biðstöðu. Brýnt væri að komast að niðurstöðu til að halda tímaáætlun.

VFmynd/elg: Guðmundaur I. Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets á aðalfundi SSS i dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024