Deilt um uppsögn á bæjarstjórnarfundi
Á fundi bæjarstjórnar lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um breytt stjórnskipulag Reykjanesbæjar. Árni Sigfússon mælti fyrir breytingunum en meginefni þeirra skiptist í 6 flokka þar sem ætlunin er að: fækka sviðum og æðstu stjórnendum; fækka nefndum úr 8 í 6; styrkja starfsmannaþjónustu; styrkja fjármálaþjónustu; auka almenna hagræðingu og koma á fót verkefnisstjórnunarkerfi í stjórnkerfi Reykjanesbæjar. Í máli bæjarstjóra kom fram að megintilgangurinn með þessum breytingum væri að auka sparnað og gera stjórnkerfið skilvirkara. Miklar og heitar umræður urðu um tillögur Sjálfstæðisflokksins og stigu allir bæjarfullltrúar minnihlutans í pontu og gerðu athugasemdir við ýmsa hluta breytinganna. Harðastar urðu umræðurnar milli bæjarstjóra og Kjartans Más Kjartanssonar bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins en hann gagnrýndi að bæjarstjóri hefði sagt framkvæmdastjóra Markaðs- og atvinnuskrifstofu upp störfum áður en tillögur að breytingum í stjórnkerfinu hafi verið afgreiddar í bæjarstjórn. Kjartan Már lagði fram eftirfarandi bókun varðandi uppsagnir bæjarstjóra:
“Í ljósi þess að ekki var rétt staðið, af hálfu bæjarstjóra, að uppsögn framkvæmdastjóra MOA í síðustu viku, felur Bæjarstjórn Reykjanesbæjar bæjarstjóra að draga uppsögnina til baka þar til tillögur að breyttu stjórnskipulagi hafa verið afgreiddar af bæjarstjórn.”
Í greinargerð sem fylgir með bókuninni segir Kjartan m.a. að samkvæmt 8. grein starfsmannastefnu REYkjanesbæjar komi fram að bæjarstjórn ein geti sagt framkvæmdastjóra MOA upp störfum.
Tillaga Kjartans var felld með atkvæðum meirihlutans og lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi bókun:
“Uppsögn framkvæmdastjóra MOA stendur og verður tillaga þess efnis lögð formlega fyrir bæjarráð þann 14. nóvember nk. en bæjarráð fer með starfsmannaráðningar og uppsagnir í umboði bæjarstjórnar skv. 61. gr. Samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar. Með því fær uppsögnin afgreiðslu í bæjarstjórn um leið og stjórnskipulagsbreytingar verða teknar til síðari umræðu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þann 19. nóvember nk.”
“Í ljósi þess að ekki var rétt staðið, af hálfu bæjarstjóra, að uppsögn framkvæmdastjóra MOA í síðustu viku, felur Bæjarstjórn Reykjanesbæjar bæjarstjóra að draga uppsögnina til baka þar til tillögur að breyttu stjórnskipulagi hafa verið afgreiddar af bæjarstjórn.”
Í greinargerð sem fylgir með bókuninni segir Kjartan m.a. að samkvæmt 8. grein starfsmannastefnu REYkjanesbæjar komi fram að bæjarstjórn ein geti sagt framkvæmdastjóra MOA upp störfum.
Tillaga Kjartans var felld með atkvæðum meirihlutans og lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi bókun:
“Uppsögn framkvæmdastjóra MOA stendur og verður tillaga þess efnis lögð formlega fyrir bæjarráð þann 14. nóvember nk. en bæjarráð fer með starfsmannaráðningar og uppsagnir í umboði bæjarstjórnar skv. 61. gr. Samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar. Með því fær uppsögnin afgreiðslu í bæjarstjórn um leið og stjórnskipulagsbreytingar verða teknar til síðari umræðu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þann 19. nóvember nk.”