Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Deilt um sparnaðarráðstafanir í dagvistarmálum
Fimmtudagur 6. janúar 2005 kl. 14:59

Deilt um sparnaðarráðstafanir í dagvistarmálum

Til orðaskipta kom á fundi bæjarstjórar Reykjanesbæjar á þriðjudag. Þar deildu fulltrúar meirihluta og minnihluta um afnám sjálfvirkrar niðurgreiðslu vegna dagvistunar barna í heimahúsum, en þær aðgerðir kölluðu fram hörð viðbrögð bæjarbúa.

Talsmenn minnihlutans sögðu aðgerðirnar vera beina skattlagningu á þann hóp sem verst kæmi út úr tekjutengingunni, enda aukast útgjöld þeirra allverulega. Þá gerði Guðbrandur Einarsson, Samfylkingu, einnig athugasemd við nýja fyrirkomulagið þar sem þarf að sækja sérstaklega um styrk í stað þess að hann sé afgreiddur sjálfkrafa. Honum hugnist ekki að búa í samfélagi þar sem slíkt „ölmusukerfi" sé álitið sjálfsagt.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri, vísaði gagnrýni til föðurhúsanna og sagði takmarkið með nýju reglunum að rétta hlut þeirra minna hafa. Fulltrúar minnihlutans gerðu einnig athugasemd við það að meirihlutinn hafi ekki notað heimild til að hækka útsvar á bæjarbúa í stað þess að leggja þessar íþyngjandi álögur á afmarkaðan hóp.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024