Deilt á stefnu í íbúðamálum
Sveindís Valdimarsdóttir, fulltrúi Samfylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, deildi hart á stefnu meirihlutans í málefnum félagslega húsnæðiskerfisins á síðasta fundi bæjarstjórnar.
Í umræðu um fundargerðina lagði Sveindís fram bókun þar sem hún segir m.a. að núverandi staða Fasteigna Reykjanesbæjar ehf., sem hefur umsjón með félagslega íbúðakerfinu, sé orðin verulega aum og trufli hugmyndavinnu varðandi stefnumótun um málefnið.
Bókun Sveindísar var svohljóðandi:
Í umræðu þeirri sem fram hefur farið í Fjölskyldu-og félagsmálaráði um Fasteignir
Reykjanesbæjar ehf. kemur fram að sú staða sem þar er uppi truflar mjög svo hugmyndavinnu varðandi stefnumótun um málefni félagslega húsnæðiskerfisins í Reykjanesbæ. Samkvæmt upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum í kringum okkur er það staðfest að sveitarfélög leggi fram ýmist 30% af kostnaði við rekstur eða greiði viðhaldskostnað og umsýslurekstur sambærilegra félaga og kemur það víðast skýrt fram m.a. í útreikningi á gjaldseðlum leigutaka.
Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. var stofnað fyrir u.þ.b. þremur árum og er það félag eingöngu í eigu Reykjanesbæjar. Eignir félagsins eru félagslegar íbúðir og er það m.a. tilgangur félagsins að halda utan um rekstur þeirra á eins hagkvæman hátt og unnt er. Þá stóð undirrituð í þeirri trú að tilgangurinn væri einnig að haldið yrði gagnsætt bókhald yfir rekstur félagslega íbúðarkerfisins og að ákveðnar niðurgreiðslur kæmu frá bæjarsjóði. Umræður hafa nú orðið nokkrar um það hvernig rekstri þessum skuli háttað hvað varðar aðkomu og hlutdeild bæjarsjóðs í félaginu og er það fyrir löngu ljóst að félag af því tagi sem bjóða á félagslegt húsnæði stendur ekki undir rekstri. Í gamla húsnæðis-kerfinu var ávallt ákveðinn kostnaður sem féll á bæjarfélagið og var hann gerður upp á ári hverju. Nú er raunin önnur og Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. hefur á s.l. þremur árum safnað skuldum upp á u.þ.b. 125 milljónir sem koma fram í bókhaldi Bæjarsjóðs sem inneign hjá Fasteignum Reykjanesbæjar ehf. og skekkir það verulega rauneignarstöðu bæjarfélagsins. Í samstæðunni kemur þetta vissulega fram sem skuld félagsins en þetta fyrirkomulag breytir verulega mynd okkar af eignarstöðu bæjarsjóðs. Í stað þess að líta á þessa upphæð sem inneign ætti þetta að gjaldfærast þar sem litlar líkur eru á því að peningar fyrir þessu tapi komi úr öðrum sjóðum. Síðan ætti að mínu mati samkvæmt lauslegri áætlun að leggja á milli 40 og 50 milljónir til Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. fyrir árið 2006.
Sú staða sem upp er komin hjá Fasteignum Reykjanesbæjar ehf. er verulega aum og eðli málsins samkvæmt er það ekki í stakk búið til að sýna aðra afkomu nema bæjarstjóður leggi félaginu til fjármagn á ári hverju.
Sveindís Valdimarsdóttir,
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og
fulltrúi í Fjölskyldu-og félagsmálaráði.
Í umræðu um fundargerðina lagði Sveindís fram bókun þar sem hún segir m.a. að núverandi staða Fasteigna Reykjanesbæjar ehf., sem hefur umsjón með félagslega íbúðakerfinu, sé orðin verulega aum og trufli hugmyndavinnu varðandi stefnumótun um málefnið.
Bókun Sveindísar var svohljóðandi:
Í umræðu þeirri sem fram hefur farið í Fjölskyldu-og félagsmálaráði um Fasteignir
Reykjanesbæjar ehf. kemur fram að sú staða sem þar er uppi truflar mjög svo hugmyndavinnu varðandi stefnumótun um málefni félagslega húsnæðiskerfisins í Reykjanesbæ. Samkvæmt upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum í kringum okkur er það staðfest að sveitarfélög leggi fram ýmist 30% af kostnaði við rekstur eða greiði viðhaldskostnað og umsýslurekstur sambærilegra félaga og kemur það víðast skýrt fram m.a. í útreikningi á gjaldseðlum leigutaka.
Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. var stofnað fyrir u.þ.b. þremur árum og er það félag eingöngu í eigu Reykjanesbæjar. Eignir félagsins eru félagslegar íbúðir og er það m.a. tilgangur félagsins að halda utan um rekstur þeirra á eins hagkvæman hátt og unnt er. Þá stóð undirrituð í þeirri trú að tilgangurinn væri einnig að haldið yrði gagnsætt bókhald yfir rekstur félagslega íbúðarkerfisins og að ákveðnar niðurgreiðslur kæmu frá bæjarsjóði. Umræður hafa nú orðið nokkrar um það hvernig rekstri þessum skuli háttað hvað varðar aðkomu og hlutdeild bæjarsjóðs í félaginu og er það fyrir löngu ljóst að félag af því tagi sem bjóða á félagslegt húsnæði stendur ekki undir rekstri. Í gamla húsnæðis-kerfinu var ávallt ákveðinn kostnaður sem féll á bæjarfélagið og var hann gerður upp á ári hverju. Nú er raunin önnur og Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. hefur á s.l. þremur árum safnað skuldum upp á u.þ.b. 125 milljónir sem koma fram í bókhaldi Bæjarsjóðs sem inneign hjá Fasteignum Reykjanesbæjar ehf. og skekkir það verulega rauneignarstöðu bæjarfélagsins. Í samstæðunni kemur þetta vissulega fram sem skuld félagsins en þetta fyrirkomulag breytir verulega mynd okkar af eignarstöðu bæjarsjóðs. Í stað þess að líta á þessa upphæð sem inneign ætti þetta að gjaldfærast þar sem litlar líkur eru á því að peningar fyrir þessu tapi komi úr öðrum sjóðum. Síðan ætti að mínu mati samkvæmt lauslegri áætlun að leggja á milli 40 og 50 milljónir til Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. fyrir árið 2006.
Sú staða sem upp er komin hjá Fasteignum Reykjanesbæjar ehf. er verulega aum og eðli málsins samkvæmt er það ekki í stakk búið til að sýna aðra afkomu nema bæjarstjóður leggi félaginu til fjármagn á ári hverju.
Sveindís Valdimarsdóttir,
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og
fulltrúi í Fjölskyldu-og félagsmálaráði.