Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 29. mars 2000 kl. 15:26

Deiliskipulag fyrir Grænás lítur brátt dagsins ljós

Fyrstu drög að deiliskipulagi fyrir Grænáshverfi í Njarðvík var kynnt fyrir bæjarfulltrúum bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og fulltrúum í Skipulags- og byggingarnefndar bæjarins sl. mánudag. Það er fyrirtækið Hornsteinar hf. sem sér um gerð skipulagsins og að sögn Heiðars Ásgeirssonar, byggingarfulltrúa, gekk fundurinn mjög vel og menn voru almennt ánægðir með drögin. „Ég geri ráð fyrir að tillögurnar verði tilbúnar í lok apríl eða byrjun maí, svo hægt verði að auglýsa deiliskipulagið“, sagði Heiðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024