Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Degi íslenskrar tungu fagnað víðs vegar í Reykjanesbæ
Leikskólabörn af Holti með handgerðar bækur.
Fimmtudagur 16. nóvember 2017 kl. 10:55

Degi íslenskrar tungu fagnað víðs vegar í Reykjanesbæ

Í dag er Dagur íslenskrar tungu en í öllum skólum Reykjanesbæjar er dagsins minnst með margvíslegum hætti og við ráðhús bæjarins hefur íslenski fáninn verið dreginn að húni. Þá hefst stóra upplestrarkeppnin einnig í skólum í dag og er almenningur í landinu sérstaklega hvattur til málvöndunar á þessum degi.

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Menntamála- og menningarmálaráðuneytið hefur árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024