Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 4. janúar 2002 kl. 10:43

Davíð Ólafson ræður sig til Íslensku óperunnar

Davíð Ólafsson bassasöngvari er annar í röð íslenskra söngvara sem Íslenska óperan ræður í fast starf. Davíð hefur verið fastráðinn við Óperuna í Lübeck í Þýskalandi síðustu tvö ár, en kemur til starfa á Íslandi í haust. Davíð hélt tónleika í Njarðvíkurkirkju í gærkveldi ásamt Tomislav Muzek tenór frá Króatíu við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar og var fullt út úr dyrum á tónlkeikana. Á morgun, laugardaginn 5. janúar, munu þeir halda aðra tónleika í Íslensku óperunni, þeir hefjast klukkan 16.00.


Fréttavefur Morgunblaðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024