Davíð nýr leikstjóri Leikfélags Keflavíkur
Keflvíkingurinn Davíð Guðbrandsson hefur verið ráðinn nýr leikstjóri Leikfélags Keflavíkur. Það má segja að Davíð hafi hafið feril sinn 13 ára gamall sem félagi með Leikfélagi Keflavíkur og tók þátt í fjölda sýninga á vegum þess. Árið 1999 tók hann þátt í sýningunni Stæltir stóðhestar sem sló rækilega í gegn. Í framhaldi af því sótti hann um inngöngu í Leiklistarskóla Íslands, komst þar inn og útskrifaðist fjórum árum síðar. Fyrir utan fjölbreytta reynslu í leikhúsum hefur Davíð leikið í sjónvarpi, myndböndum og auglýsingum og kvikmyndum á borð við Falskur fugl frá árinu 2013.