Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Davíð nýr leikstjóri Leikfélags Keflavíkur
    Davíð í einu hlutverk sinna með Vesturporti.
  • Davíð nýr leikstjóri Leikfélags Keflavíkur
    Davíð ásamt félögum sínum hjá Leikfélagi Keflavíkur.
Fimmtudagur 15. janúar 2015 kl. 10:00

Davíð nýr leikstjóri Leikfélags Keflavíkur

Keflvíkingurinn Davíð Guðbrandsson hefur verið ráðinn nýr leikstjóri Leikfélags Keflavíkur. Það má segja að Davíð hafi hafið fer­il sinn 13 ára gam­all sem fé­lagi með Leik­­fé­lagi Kefla­vík­ur og tók þátt í fjölda sýninga á vegum þess. Árið 1999 tók hann þátt í sýningunni Stæltir stóðhestar sem sló rækilega í gegn. Í framhaldi af því sótti hann um inngöngu í Leiklistarskóla Íslands, komst þar inn og útskrifaðist fjórum árum síðar. Fyrir utan fjölbreytta reynslu í leikhúsum hefur Davíð leikið í sjónvarpi, myndböndum og auglýsingum og kvikmyndum á borð við Falskur fugl frá árinu 2013.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024