Davíð mun funda með Powell
Davíð Oddsson utanríkisráðherra mun eiga fund með Colin Powell utanríkisráðherra þann 16. nóvember þar sem málefni Varnarliðsins verða rædd. Böðvar Jónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi spurði utanríkisráðherra á alþingi í dag hvað væri að frétta af málefnum Varnarliðsins og upplýsti utanríkisráðherra þá um fund hans með Powell.
Jón Gunnarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sagði við þessa umræðu að hann treysti því að stjórnvöld myndu ræða við sveitastjórnarmenn á Suðurnesjum um málefni Varnarliðsins í framhaldi af fundi utanríkisráðherranna.
Myndin: Davíð Oddsson á framboðsfundi í Stapa fyrir síðustu alþingiskosningar. Úr myndasafni VF.