Dautt á fasteignamarkaði
Fasteignamarkaður á Suðurnesjum hefur verið afar dauflegur, svo vægt sé til orða tekið.
Vikuna 10. – 16.júlí var einungis tveimur fasteignasamningum þinglýst á Suðurnesjum en meðtal síðustu 12 vikna er 4 samningar á viku, samkvæmt tölum Fasteignaskrár ríkisins.
Í sömu viku var aðeins 30 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu, 6 á Akureyri og engum á Árborgarsvæðinu.