Daufur fasteignamarkaður
Óhætt er að segja að fasteignamarkaður á Suðurnesjum hafi verið í daufara lagi vikuna 6. – 12. mars því þá var engum kaupsamningi þinglýst á Suðurnesjum, eftir smá lífsmark á markaði vikurnar áður.
Í sömu viku var fjórum kaupsamningum þinglúst á Akureyri, tveimur á Árborgarsvæðinu og 44 á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tölum Fasteignaskrár Ríkisins.